Algengar spurningar

Algengar spurningar
 • Premium Amex kortamynd
 1. Nýtast punktarnir sem ég safnaði mér áður en ég fékk mér Icelandair American Express kortið?
  Já, punktarnir sem þú átt fyrir hjá Vildarklúbbi Icelandair nýtast þér að fullu.

 2. Hvernig get ég safnað hraðar punktum með þessu korti en öðru kreditkorti?
  Með Icelandair American Express korti færðu mun fleiri punkta af hverjum 1000 kr. en af nokkur öðru innlendu kreditkorti. Einnig færðu punkta af allri verslun erlendis en það er nýjung hér á landi.
  Þú ert því mun fljótari að safna punktum upp í flugmiða með Icelandair American Express en með nokkru öðru greiðslukorti hér á landi.

 3. Hvað er hámarkið í farangursþyngd ef maður er með Premium Icelandair American Express kortið eða Business American Express kortið?
  Innan Evrópu má Premium Icelandair American Express meðlimur vera með 30 kg ef ferðast er innan Evrópu og eina aukatösku ef ferðast er til USA.

 4. Má hver sem er nota félagamiða?
  Aðeins aðal- eða aukakorthafi Premium Icelandair American Express má kaupa félagamiðann ef veltan fer yfir ákveðið hámark. Aðal- og aukakorthafi má bjóða hverjum sem er að nýta hann með sér.

 5. Hvað þarf að uppfylla til að geta nýtt sér félagamiðann?
  Heildarvelta Premium Icelandair American Express þarf að fara yfir 4 milljónir króna á 12 mánaða tímabili. Aðeins er veittur einn félagamiði pr. 12 mánuði ef veltan fer yfir ofangreinda upphæð. Sjá nánar um spurt og svarað hér að neðan varðandi Félagamiða.

 6. Hvaða ábyrgðir þarf maður að veita þegar sótt er um Icelandiar American Express kort?
  Umsækjandi þarf að uppfylla sömu ábyrgðir og þegar sótt er um önnur kreditkort.
  Hver umsókn er metin hverju sinni.

 7. Eru endurgjaldslaus bílastæði bara við Leifsstöð eða víðar í heiminum?
  Premium og Business Icelandair Amerian Express korthafa býðst að leggja á langtímavöktuðu bílastæði við Leifsstöð endurgjaldslaust í allt að þrjá sólahringa.

  Endurgreiðsla bílastæða framkvæmist þannig að korthafi greiðir með Premium og/eða Business Icelandair American Express korti sínu hjá afgreiðslu KefParking inni í Leifsstöð við brottför og fær síðan endurgreiðslu lagða inn á kortið sitt, að hámarki eru þrír dagar endurgreiddir inn á kortið.

 8. Hvernig á ég að bera mig að við bílastæðið?
  Ef nýta á fríðindi Premium og Business Icelandair American Express kortanna um endurgreiðslu á 3 dögum á langtímasvæði við Leifsstöð þarf að greiða með Premium eða Business korti (taka miða úr afgreiðsluvél við komu og greiða í afgreiðslu KefParking inni í Leifsstöð við brottför) og endurgreiðslan verður síðan færð inn á kort meðlims fyrir næstu gíróseðilsvinnslu af starfsmanni Kreditkorts.

 9. Eru kortin með örgjörva?
  Já öll Icelandair American Express kortin eru gefin út með örgjörva. Mundu því að leggja PIN númerið á minnið.

 10. Hvað tekur langan tíma að fá kort útgefið, eftir að ég sæki um?
  Að öllu jöfnu ætti afgreiðslufrestur að vera 5 virkir dagar.

 11. Ef maður ætlar að nýta sér aðgang að Saga Lounge stofu Icelandair eða fara í forgangsinnritun Icelandair í Leifsstöð, er nóg að sýna kortið eða fær maður eitthvað annað í hendurnar til að nota við slík tækifæri?
  Það er nóg að sýna Premium eða Business Icelandair American Express kortið og það gefur þér heimild til að nýta þér þessi fríðindi þegar flogið er með Icelandair í áætlunarflugi.

 12. Sólarhringsþjónustan sem veitt er vegna kortanna, er hún í boði hér á landi?
  Já hægt er að hringja í s. 575 5900 allan sólarhringinn.

 13. Eru það íslenskumælandi einstaklingar sem munu aðstoða í sólahringsþjónustunni?
  Já það eru íslenskir starfsmenn – staðsettir í Ármúla 28.

 14. Ef maður lendir í vandræðum hvernig nálgast maður þessa þjónustu?
  Hringir í þjónustunúmerið: 575 5900.
 15. SWIFT greiðslur, hvernig virka þær?
  SWIFT reikningur fyrir greiðslu inn á kort hjá Kreditkorti


  Bankaupplýsingar / Bank details:

  Íslandsbanki
  IS - 155 Reykjavik
  Iceland
  Sími/tel: +354 440 4000   islandsbanki@islandsbanki.is

  Reikningsnúmer/Account number: 0520 26 000035
  SWIFT: GLITISRE
  IBAN númer/ IBAN number: IS620520260000355203070360
  Reiknings eigandi/ Owner of Account: Kreditkort

  Skýring greiðslu: Skrá í skýringar:
  nafn korthafa
  kennitölu korthafa
  síðustu fjóra stafina í kortanúmerinu sem innborgunin á að fara inn á.

 

Félagamiði

 • Þarf Félagamiðinn að vera Vildarmiði?
  Til að geta nýtt Félagamiðann þarftu að bóka flugfargjald fyrir Vildarpunkta og færð þá samskonar miða fyrir félaga þinn.
 • Fyrir hvaða farrými er í boði að kaupa Félagamiðann?
  Félagamiðann veitir þér vildarmiða á Economy Class hjá Icelandair og færð því annan farseðil fyrir hvern þann sem þú kýst að bjóða með þér.
 • Hvernig bóka ég Félagamiða?
  Félagamiði er bókaður hjá sölumönnum Icelandair í síma 50 50 100. Ekki er hægt að bóka Félagamiða á vefnum. 3.000 krónur greiðast við bókun Félagamiða fyrir aðalkorthafa en ekkert gjald er greitt við bókun Félagamiðans.
 • Eru flugvallarskattar og aðrar greiðslur innifaldar í Félagamiðanum?
  Nei, flugvallarskattar og aðrar greiðslur eru ekki innifaldar í verði Vildarmiða né Félagamiða.
 • Get ég keypt venjulegt fargjald og fengið Félagamiða með því?
  Nei, þú verður að kaupa Vildarmiða.
 • Hvað ef ég á ekki nóg af Vildarpunktum?
  Til að eiga rétt á Félagamiða þá verður aðalfargjaldið að vera bókað með Vildarpunktum. Við bendum félögum okkar á kaup og millifærslu á Vildarpunktum.
 • Get ég notað Vildarpunkta einhvers annars til að bóka aðalfargjaldið?
  Nei, við bendum fólki hins vegar á millifærslu og kaup á Vildarpunktum.
 • Get ég gefið Félagamiðann minn?
  Nei, Félagamiðaréttindi eru tengd korthafa. Korthafi verður að kaupa Vildarmiða til að eiga rétt á Félagamiða. Korthafi getur boðið hverjum sem er með sér út á Félagamiðann sinn.
 • Hvað gerist ef ég nýti ekki Félagamiðann minn innan árs frá því ég öðlast réttindi á honum?
  Félagamiðaréttindin gilda í eitt ár frá því korthafi öðlast réttindin. Ef hann er ekki nýttur innan þess tíma þá renna réttindin út.
 • Hvað ef ég er nú þegar búin að bóka Vildarmiða get ég bætt Félagamiðanum við eftir á?
  Já það er hægt svo lengi sem það séu ennþá Vildarsæti í boði. Til þess að bóka Félagamiða verður að hafa samband við sölumenn Icelandair í síma 50 50 100. Athugið að Félagamiði er með sama gildistíma og aðalfargjaldið.
 • Ég er aukakorthafi, get ég nýtt Félagamiða aðalkorthafa?
  Já,  aukakorthafi (nauðsynlegt að vera Premium Icelandair American Express aukakorthafi) getur nýtt Vildarmiðann og tekið Félagamiða fyrir ferðafélaga sinn.
 • Get ég afbókað ferð sem keypt er með Félagamiða?
  Ef forfallagjald er keypt á Félagamiða og upp koma veikindi sem leiða til þess að afbóka þarf ferð gildir eftirfarandi fyrir Félagamiðann. Félagamiðinn er bakfærður og heldur sínum upphaflega gildistíma. Ef gildistími Félagamiðans er útrunninn endurnýjast miðinn og framlengist um 2 mánuði miðað við dagsetningu afbókunar.
 • Get ég notað fleiri en einn Félagamiða í hverja ferð?
  Nei. Korthafi sem á fleiri en einn Félagamiða getur eingöngu nýtt einn Félagamiða með hverri Vildarferð sem hann bókar. Alltaf verður að bóka eina Vildarferð sem korthafi er sjálfur að ferðast með í á móti einum Félagamiða. Korthafar geta því eingöngu nýtt einn Félagamiða í hverju flugi.
 • Get ég og félagi minn ferðast á mismunandi tímum?

  Nægilegt er að félagar séu að ferðast aðra hvora leiðina saman.