Jólaherferð

Jólaherferð
  • Vinningshafi Jólaleiks American Express

Þá er jólaleik American Express lokið og dregin hafa verið út nöfn vinningshafa en sjá má hér að neðan hvaða meðlimir unnu hvaða vinning:

Jónas Elíasson,Kópavogi, vann aðalvinning Jólaleiksins eða flug fyrir tvo til Bandaríkjanna ásamt 100.000 Vildarpunktum. Ferðin kemur sér einkar vel þar sem að þau hjón eiga 10 ára brúðkaupsafmæli um þessar mundir en Jón sagði að vel kæmi til greina að nýta vinninginn í að fagna þeim ánægjulegu tímamótum.Vinningshafi Jólaleiks American Express matargjafabréf

Nanna Björg Lúðvíksdóttir,Kópavogi, vann flug innanlands fyrir tvo með Flugfélagi Íslands ásamt gistingu í eina nótt fyrir tvo með morgunverði á einhverju af hótelum Icelandair að eigin vali.

Sigríður Högnadóttir,Vestmannaeyjum, og Ragnar Birgisson, Garðabæ, voru svo heppin að vinna slakandi Eld og Ís steinanudd hjá Nordica Spa fyrir tvo að verðmæti 29.980 kr. Ætti það að koma sér vel með því að byrja nýtt ár á rólegu nótunum.

Sigurður Jón Sigurðsson, Reykjavík, og Bergur Gunnarsson, Garðabæ, fengu gjafabréf sem gildir annað hvort á Grillmarkaðnum eða Sjávarmarkaðnum og hljómar gjafabréfið upp á 25.000 kr. Ekki amalegt að dekra við bragðlaukana á veitingahúsum Hrefnu Sætran.