Reglur og skilmálar

Amex
Reglur og skilmálar

Kreditkort fer fram á að allir þeir sem nota síðu(r) fyrirtækisins á verandarvefnum þar sem minnst er á American Express merktar vörur og þjónustu (hér eftir nefnd „síðan“) hlíti eftirfarandi reglum.

Með því að fara inná síðuna gefur þú til kynna að þú þekkir og samþykkir þessar reglur og skilmála.

1. EIGANDI SÍÐU

Síðan er eign Kreditkorts og fer það með með yfirráð hennar. Vefsíðan er óviðkomandi American Express Company og dótturfyrirtækjum þess og samstarfsfyrirtækjum og bera þessi fyrirtæki enga ábyrgð á síðunni eða bótaskyldu vegna hennar.

2. LÖG OG REGLUR

Íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli gilda eftir því sem við á um aðgang notanda og afnot hans af síðunni.

3. HÖFUNDARRÉTTUR / VÖRUMERKI

Vörumerki, auðkenni (logo) og þjónustumerki (“merkin”) sem sjást á þessari vefsíðu eru eign Kreditkorts, American Express og annarra aðila. Notendum er óheimilt að nota merkin án skriflegrar heimildar Kreditkorts hf., American Express eða þriðja aðila sem kann að eiga merkin. Allt efni vefsíðunnar nýtur höfundarréttarverndar eða eftir atvikum einkaréttarverndar samkvæmt gildandi lögum. Notendum er óheimilt að breyta, afrita, dreifa, senda, sýna, gefa út, selja, veita leyfi, skapa efni/verk úr eða nota hvers kyns efni af síðunni í auglýsingaskyni eða til nota opinberlega.

4. ENGIN ÁBYRGÐ TEKIN

Allar upplýsingar á þessari síðu eru látnar í té “eins og þær koma fyrir” án hvers kyns ábyrgðar, beinnar eða óbeinnar, sem felur í sér en takmarkast ekki við, að ekki er tekin óbein ábyrgð á söluhæfi (merchantability) og nothæfi upplýsinga, eignarhalds, virkni án lögbrota (non-infringement), öryggi eða áreiðanleika. Kreditkort og American Express eru ekki samþykk og bera ekki ábyrgð á nákvæmni eða áreiðanleika hvers kyns skoðana, ráðgjafar eða yfirlýsinga á þessari síðu sem stafa frá öðrum aðilum en bera einungis ábyrgð á yfirlýsingum sem koma frá þeim sjálfum (þ.e. frá Kreditkorti og American Express). American Express ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á tapi eða skaða sem rekja má til þess að notandi byggir á upplýsingum sem aflað er á þessari síðu. Það er á ábyrgð notanda að að meta nákvæmni, heildstæðni (completeness) eða notagildi hvers kyns upplýsinga, álits, ráðgjafar eða annars efnis sem fæst á þessari síðu. Er notendum ráðlagt að leita ráða hjá sérfróðum aðilum, eftir því sem við á, varðandi mat á sérstökum upplýsingum, áliti, ráðgjöf eða öðru efni.

5. FYRIRVARI UM BÓTAÁBYRGÐ

Kreditkort og American Express undanþiggja sig sérstaklega hvers kyns bótaábyrgð (hvort sem er utan eða innan samninga, hlutlæg bótaábyrgð eða annars konar ábyrgð) á hvers kyns beinu, óbeinu, tilfallandi, afleiddu, eða sérstöku tjóni sem komið er til eða á einhvern hátt tengt notkun síðunnar (gildir þetta þó svo að Kreditkort hf. eða American Express hafi verið gefið til kynna að slíkt tjón gæti orðið) þar með talin ábyrgð sem tengist hvers kyns vírusum sem gætu sýkt tölvubúnað notanda.

6. ÞAGNARSKYLDA VEGNA SAMSKIPTA VIÐ NOTENDUR

Að svo miklu leyti sem lög kveða ekki á um annað mun Kreditkort gæta þagnaskyldu varðandi samskipti við notendur sem innihalda persónulegar notendaupplýsingar sem eru sendar beint til Kreditkort.

7. TENGD VEFSVÆÐI

Kreditkort og American Express bera ekki ábyrgð á efni á öðrum vefsíðum sem eru tengdar við þessa vefsíðu. Aðgangur að öðrum vefsíðum sem tengdar eru síðunni eru alfarið á ábyrgð notanda.

8. SENDING PERSÓNUUPPLÝSINGA

Notandi viðurkennir og samþykkir að með því að láta Kreditkort í té hverskyns persónupplýsingar eða upplýsingar um einkamálefni á síðunni, þá samþykkir notandi að umræddar upplýsingar verði sendar á milli landa að því marki sem nauðsynlegt er til að vinna úr þeim í samræmi við vinnureglur Kreditkorts, enda séu slíkar sendingar ekki andstæðar ákvæðum gildandi laga m.a. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og fyrirmæla settum samkvæmt þeim.

10. BREYTINGAR Á NOTENDAREGLUM OG SKILMÁLUM.

Kreditkort. áskilur sér rétt til að endurskoða reglur þessar og skilmála án fyrirvara og eru þær breytingar skuldbindandi fyrir notendur enda hafa þeir með því að fara inná síðuna fallist á að hlýta þessum skilmálum

11. BROT Á NOTENDAREGLUM OG SKILMÁLUM

Kreditkort og American Express áskilja sér rétt til að grípa til þeirra úrræða sem lög, reglur samningaréttar, viðskiptavenjur og eðlilegir viðskiptahættir heimila vegna brota á þessum reglum, þ.m.t. að loka fyrir aðgang tiltekins netfangs að vef þessum.

12. AÐGANGUR AÐ SVÆÐUM SEM VERNDUÐ ERU MEÐ LYKILORÐI.

Aðgangur að og not af svæðum á síðunni sem njóta verndar lykilorðs er einungis heimil þeim sem fengið hafa úthlutað lykilorði til aðgangs að síðunni. Aðilar sem reyna að komast inn á lokuð svæði á síðunni án heimildar verða lögsóttir eða kærðir til viðeigandi yfirvalda.