Um fyrirtækið

Amex

Um American Express

American Express® er eitt elsta og virtasta greiðslukortafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið, sem var stofnað í Bandaríkjunum árið 1850 sem hraðflutningafyrirtæki en flutti sig fljótlega yfir fjármálaþjónustu með aðaláherslu á ferðatékka. Fyrstu American Express® greiðslukortin komu á markað árið 1958 og eru þau í dag meðal útbreiddustu greiðslukorta í heimi og er vörumerkið American Express® í 15. sæti yfir verðmætustu vörumerkin (skv. Business Week og Interbrand 2007). American Express® hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu við korthafa og sem dæmi má nefna hafa korthafar aðgang að yfir 2000 þjónustuskrifstofum American Express® út um allan heim. American Express® á í samstarfi við 110 fyrirtæki í 120 löndum um útgáfu kortanna.

American Express® hefur stutt við bakið á ýmsum góðgerðarmálum í gegnum tíðina. Nýlegt dæmi um þetta er "American Express® Red" kortið sem gefið er út í Bretlandi í tengslum við (product)Red verkefnið til stuðnings nauðstöðddum konum og börnum í Afríku. Stuðningur við góðgerðarmálefni er í samræmi við stefnu fyrirtækisins um ábyrga hegðun.


Um fyrirtækið

Um Kreditkort

Kreditkort var stofnað árið 1980 og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bauð upp á kreditkort. Kreditkort hefur verið brautryðjandi á þessu sviði á Íslandi. Kreditkort er markaðsleiðandi þegar kemur að nýjungum og hefur ávallt sett viðskiptavini í forgang. Kreditkort gefur út sín eigin kort beint til viðskiptavina.

Kreditkort hefur verið fulltrúi MasterCard um árabil og um þriðjungur íslendinga eru korthafar.

Kreditkort er einn af samstarfsaðilum American Express á Íslandi og er ábyrgt fyrir öllum færslum viðskiptavina sinna vegna American Express hér á landi.


Kreditkort

Kt. 520307-0360.

Sími: 575 5900 | Fax: 550 1601 | americanexpress@kreditkort.is

Ármúla 28 | 108 Reykjavík

Afgreiðslan er opin kl. 9-16:30 alla virka daga

Neyðarvakt fyrir Icelandair American Express korthafa allan sólarhringinn í síma 575 5900